Það er komið að því, leikdagur er runninn upp! ÍBV og Valur spila í undanúrlsitum Coka Cola bikarsins í dag 7. mars kl. 18.00 í Laugardalshöll. Nú er mikilvægt að Eyjamenn fjölmenni í höllina og hjálpi stelpunum okkar að komast í úrslitaleikinn, í baráttunni um bikarinn.

Stuðningsmenn geta komið á Ölver kl.16 og þar verða miðar á leikinn til sölu og auðvitað líka ÍBV bolir. Ef þú kaupir miða hérna þá fær ÍBV andvirði miðans.