Strákarnir okkar hafa verið virkilega flottir undanfarið, frábær framistaða í síðasta leik þar sem þeir unnu sterkt lið Vals á útivelli. Nú er komið að næsta verkefni sem er einnig mjög stórt en það er heimaleikur á móti FH á sunnudaginn kl. 14.00. Með sigri á Val komst ÍBV upp í fimmta sætið með nítján stig eða jafn mörg stig og Afturelding sem er í sjötta sætinu. FH er svo i sætinu fyrir ofan okkur með með tuttugu og fimm stig. Nú er bara að drífa sig á völlinn og styðja við bakið á strákunum eins og Eyjamönnum einum er lagið.

Áfram ÍBV