„Dýpk­un­ar­skipið Dísa er í Land­eyja­höfn að dýpka höfn­ina og Pétur Mikli á leiðinni,“ sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjafréttir.

„Vegagerðin flýtti áætlaðri dýptarmælingu og fór í hana í gær þar sem veðurspáin breyttist og útlit fyrir betra sjólag fyrr en áður hafði verið spáð. Haft var samband við Björgun í gær varðandi þessi mál og þeim bent á stöðuna sem upp væri komin, þ.e.a.s. að mögulegt væri að hefja dýpkun fyrr en áætlað var. Það eru gríðarleg vonbrigði fyrir Vegagerðina að verktakinn hafi ekki brugðist við með skjótari hætti en raun ber vitni, enda þekkjum við það að glugginn til að opna höfnina er ekki alltaf stór,“ sagði Pétur.