Meidd og sagt upp hjá ÍBV

Guðnýju Jennyju Ásmunds­dótt­ur, landsliðsmarkverði í hand­knatt­leik, var á dög­un­um sagt upp samn­ingi sín­um við ÍBV á þeim for­send­um að fé­lagið hefði ekk­ert við meidd­an markvörð að gera. Samn­ingn­um var sagt upp munn­lega af for­manni hand­knatt­leiks­deild­ar ÍBV á fundi í bún­ings­klefa karlaliðsins í hand­knatt­leik í íþrótta­hús­inu í Vest­manna­eyj­um, segir í frétt á mbl.is

Jenny sleit kross­band í hné í upp­hit­un fyr­ir lands­leik í Póllandi í síðari hluta mars og gekkst und­ir aðgerð á mánu­dag­inn. Komið hef­ur í ljós að Jenny var ekki tryggð hjá ÍBV. „Sextánda apríl var ég kölluð á fund for­manns hand­knatt­leiks­deild­ar ÍBV í íþrótta­hús­inu í Vest­manna­eyj­um. Þegar ég kom þangað var ekk­ert fund­ar­her­bergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karla­klefa hand­boltaliðsins. Þar sett­ist formaður­inn niður á bekk­inn og til­kynnti mér að fé­lagið ætlaði að nýta sér rift­un­ar­á­kvæði í samn­ingi við mig. For­send­ur væru að ÍBV hefði ekk­ert við meidd­an markvörð að gera,“ sagði Jenny í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið