Fyrsti bekkur fékk reiðhjólahjálm frá Kiwanis

Í dag var hjóladagur hjá yngri bekkjum Grunnskóla Vestmannaeyja. Á hjóladaginn mættu Kiwanismenn og gáfu öllum börnum í fyrsta bekk hjálm. Slysavarafélagið Eykildill mætti einnig á svæðið, hjálpaði til, lagaði og stillti hjálmana fyrir börnin. Lögreglan kom líka og fór yfir hjólin hjá börnunum, til að athuga hvort allt væri ekki með felldu á þeim. Frábært framtak!

 

Sass – uppbyggingarsjóður
Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið