Þjóðhátíðarkempurnar Jón Jónsson og Sverrir Bergmann muni spila á hátíðinni ár. Þetta verður ellefta árið í röð hjá Sverri, en hann kom í fyrsta sinn árið 2001 og tók lag sitt og eitt það vinsælasta hérlendis það árið, Án þín.

Jón á sömuleiðis góða minningu frá því að spila í fyrsta sinn á hátíðinni og segir það hafa verið ótrúlega tilfinningu að sjá og heyra alla í dalnum taka undir með honum. Það var með laginu Sooner or later á hátíðinni 2011.

Sverrir og Jón tala báðir mikið um hve einstaklega umburðarlyndir, gestrisnir og gjafmildir Eyjamenn séu. Allir taki þeir gestunum opnum örmum og oftast hægt að redda gistingu með lítilli fyrirhöfn, maður fái stundum bara að tjalda í næsta garði sögðu þeir félagar við Vísir.is