Mjaldr­arn­ir Little Grey og Little White koma til Íslands á miðviku­dag. Þær áttu upp­haf­lega að koma í apríl en för þeirra var frestað vegna veðurs. Nú er hins veg­ar allt klárt fyr­ir komu þeirra.

Flug­vél­in sem flyt­ur tvo mjaldra frá Kína til Íslands hef­ur verið skreytt af því til­efni. Ljós­mynd/​Car­golux

Mjaldr­arn­ir verða flutt­ir með flug­vél Car­golux frá Shang­hæ í Kína til Íslands og er áætluð lend­ing í Kefla­vík á miðviku­dags­morg­un klukk­an 10.30. TVG-Zimsen sér svo um flutn­ing mjaldr­anna á sér­út­bún­um flutn­inga­bíl­um til Land­eyja­hafn­ar þar sem Herjólf­ur tek­ur við „Und­ir­bún­ing­ur­inn hef­ur verið lang­ur og strang­ur og staðið yfir í hálft ár. Það er mjög spenn­andi að fá að taka þátt í þessu verk­efni sem mun án efa vekja mikla at­hygli um all­an heim,“ seg­ir Sig­ur­jón Ingi Sig­urðsson hjá sér­verk­efna­deild TVG-Zimsen í samtali við mbl.is „Mjaldr­arn­ir verða flutt­ir í sér­út­bún­um tönk­um sem þeir eru sett­ir í í dýrag­arðinum í Sj­ang­hæ. Mjaldr­arn­ir eru síðan flutt­ir í tönk­un­um úr flug­vél­inni og þaðan í sér­út­búna í vagna á Kefla­vík­ur­flug­velli sem munu flytja þá til Land­eyja­hafn­ar. Hvor mjald­ur fyr­ir sig er um eitt tonn að þyngd. Heild­arþyngd á hvor­um tank er um 9 tonn,“ út­skýr­ir Sig­ur­jón.

Þjálf­ar­arn­ir í tal­stöðvar­sam­bandi við mjaldr­ana
Það verði mik­il vinna þegar þeir lenda á Kefla­vík­ur­flug­velli. „Það verður að skipta um vatn í báðum tönk­un­um þar sem um eitt til tvö tonn af vatni eru tek­in úr þeim og nýtt vatn sett í þá. Mjald­arn­ir eru í sótt­kví og bíl­arn­ir fara síðan í sótt­kví líka um leið og þeir fara inn í bíl­anna. Þjálf­ar­ar mjaldr­anna geta verið í tal­stöðvar­sam­bandi við þá í vögn­un­um. Það er sér­stakt tal­stöðvar- og mynda­vél­ar­kerfi í tönk­un­um og þjálf­ar­arn­ir sitja frammi í hjá bíl­stjór­un­um og fylgj­ast vel með mjöldr­un­um. Þetta verður krefj­andi en mjög skemmti­legt verk­efni. Við ökum Suður­strand­ar­veg­inn og erum með fjög­ur ör­ygg­is­stopp á leiðinni þar sem verður stoppað og kíkt á mjaldr­ana. Fyrsta stopp er í Grinda­vík, annað stopp á Sel­fossi og við erum síðan með tvo aðra staði sem verður stoppað á ef á þarf að halda á leið til Land­eyj­ar­hafn­ar,“ sagði Sig­ur­jón í samtali við Morgunblaðið.