Tímamót – Bibbi í Neista 95 ára

Á sunnudaginn n.k. þann 23. júní verður Brynjúlfur Jónatansson, Bibbi í Neista 95 ára.

Í tilefni þeirra tímamóta ætlar hann að bjóða til veislu í Kaffi Kró í Vestmannaeyjum á afmælisdaginn frá kl. 15:00 – 17:00.
Vonast hann til að allir sem hann þekkir sjái sér fært að kíkja við.