Kvenfélagið Heimaey kom færandi hendi

Heimaey – vinnu og hæfingarstöð fékk heldur betur frábæra heimsókn þegar Gunnhildur Hrólfsdóttir, formaður kvenfélagsins Heimaey, kom færandi hendi.

Kvenfélagið Heimaey ákvað að gefa kr. 350.000 til styrktar starfi Heimaey vinnu- og hæfingarstöð. Þá er það von félagskvenna að styrkurinn komi að góðum notum. Það má með sanni segja að þessi styrkur mun koma okkur að góðum notum. Hugmyndin er að fjárfesta í sýndarveruleikagleraugum sem getur boðið upp á fjölbreytta upplifun og skynjanir.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið