Ég elska að fara á æfingu með mínum frábæru æfingafélögum

Mjög fjölbreytt æfingakerfi sem reynir á þol, styrk og liðleika

Crossfit er orðið mjög vinsælt sport um heim allan. Ísland er þar ekki undanskilið og sama má segja um Vestmannaeyjar, en hér er að finna marga Crosfit-iðkendur. Ingibjörg Jónsdóttir er ein af þessum iðkendum og er tiltölulega nýkomin heim frá Ítalíu þar sem hún keppti og vann til verðlauna.

Ingibjörg æfði og spilaði handbolta í mörg ár og kemur grunnur hennar þaðan. „Þegar ég var orðin of gömul til að stunda hann þá vantaði mig að finna einhverja hreyfingu sem kæmi í staðinn fyrir handboltann,“ sagði Ingibjörg sem byrjaði að æfa Crossfit í byrjun árs 2013. „Það er svo margt sem heillar mig við Crossfit. Þetta er mjög fjölbreytt æfingakerfi sem reynir á þol, styrk og liðleika. Síðast en ekki síst þá er það félagsskapurinn, æfingafélagarnir skipta mig miklu máli og er ég einstaklega heppin með mína félaga. Fjölbreyttur og skemmtilegur hópur, oft eru það þeir sem draga mann á æfingar. Ég er svo heppin að við hjónin erum bæði í þessu sporti og skiptir það miklu máli því það fer slatti af tíma í æfingar og keppni. Elli er reyndar töluvert meira Crossfit nörd en ég og er hann mjög duglegur að hvetja mig áfram og leiðbeina mér,“ sagði Ingibjörg.

Efni á þessari síðu er læst fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að gerast áskrifandi.

Existing Users Log In
   

Mest lesið