Ætla að klára þjálfaramálin fyrir næsta leik

ÍBV stefnir á að ganga frá þjálfararáðningu fyrir leik liðsins gegn FH á laugardaginn.  Pedro Hipolito var rekinn eftir tap gegn Stjörnunni um þarsíðustu helgi og Ian Jeffs, aðstoðarþjálfari, stýrði liðinu í 2-1 tapi gegn KR um síðustu helgi.

„Þetta verður klárað núna í vikunni. Þetta er í vinnslu og verður klárt fyrir næsta leik,“ sagði Magnús Elíasson hjá knattspyrnuráði ÍBV við Fótbolta.net í dag. Ian Jeffs verður áfram í þjálfarateymi ÍBV en Magnús vill ekki gefa upp hvort að hann verði aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari né hvort að þjálfararáðningin verði út tímabilið eða til lengri tíma.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið