Það var talið að dekkin mundu duga

Frekari framkvæmdir við hafnarmannvirki, legukant, ekjubrýr og landgöngubrúr í Vestmannaeyjahöfn er ástæða þess að nýr Herjólfur siglir ekki milli lands og eyja í gær eins og vonir stóðu til.

„Við gerðum ráðstaf­an­ir í Land­eyja­höfn en töld­um að þetta yrði í góðu lagi í Vest­manna­eyj­um. Síðan kom í ljós að það er ör­ugg­ara að bæta þá aðstöðu,“ seg­ir G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar í samtali við Eyjafréttir um helstu or­sök tafa á áætl­un­ar­sigl­ing­um nýja Herjólfs. „Fyrir fram var reiknað með að það væri nóg að hafa þau dekk til varnar sem eru þar nú, en við nánari skoðun var talið betra og öruggara og setja upp meiri og öflugri búnað, svo kallaða fendera. Einnig þurfa þeir að vera hærri en bryggjan. Það er gert bæði til að tryggja að ekki komið til skemmda á Herjólfi sem leggur jú að og fer frá sjö sinnum á dag. Einnig mun betri búnaður auðvelda mönnum að leggja að á skemmri tíma en ella.“ Hann sagðist ekki þora að fara með það hversu lang­an tíma þær fram­kvæmd­ir muni taka. „Við erum að skoða þetta. Það tek­ur ein­hvern tíma.“

Nýja skipið í slipp í september
Í ljós kom galli á öðrum stöðugleikaugganum á nýja ksipinu en þar kemst sjór í olíuna. „Þótt það komi ekki í veg fyrir siglingar ferjunnar þarf að taka það í slipp og laga þennan galla, það er á byrgð þess sem smíðaði skipið og/eða framleiðand uggans.  Herjólfur fer því í slipp á Akureyri í september,“ sagði G. Pétur.

 

 

 

„Það er þannig séð ekki neinn gríðarleg­ur þrýst­ing­ur að hefja sigl­ing­ar með nýju ferj­unni af því gamli Herjólf­ur sinn­ir þessu al­veg. Þeir af­kastá álíka miklu. Það er betra að gera þetta þannig að það sé allt í góðu lagi,“ seg­ir G. Pét­ur, en hætta er á skemmd­um á skipi eða bryggju sé viðlegukant­ur ekki í lagi.

Jólafylkir 2019

Mest lesið