Frá og með 1. ágúst 2019 munu Bonafide lögmenn loka starfsstöð sinni í Vestmannaeyjum. Það hefur verið okkur sönn ánægja að þjónusta Vestmannaeyinga í þau ríflega fjögur ár sem við höfum verið með skrifstofu í Eyjum og þökkum við fyrir góðar móttökur á þeim tíma.

Þó starfsstöð okkar í Eyjum verði nú lokað viljum við að sjálfsögðu halda áfram þjónustu okkar við einstaklinga og fyrirtæki í Eyjum og bendum á skrifstofu okkar í Reykjavík, við Klapparstíg 25-27.

Þá viljum við enn fremur vekja athygli á því að Aníta Óðinsdóttir lögmaður mun taka við húsnæði því sem Bonafide hefur yfir að ráða í dag við Vesturveg. Mun hún reka þar eigin starfsstöð og veita lögmannsþjónustu frá og með 1. ágúst nk. Hvetjum við þá sem vilja leita þjónustu hennar að hafa samband við hana.

Fyrir hönd Bonafide,
Lúðvík Bergvinsson, lögmaður.
Aníta Óðinsdóttir, lögmaður.