Búast má við hörku leik í íþróttamiðstöðinni í kvöld kl. 18:30 þegar ÍBV og FH mætast í Olísdeild karla í handknattleik. Báðum liðum er spáð góðu gengi í vetur. ÍBV hefur farið vel af stað og unnið báða sína leiki. FH er með einn sigur undir belti eftir tvær umferðir. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.