Oddur Júlíusson skrifar

Hvað voru menn að hugsa þegar þeir gerðu samning við Sea Life um yfirtöku á sæheimum? Vissu þeir þá að um leið og þeir voru búnir að skrifa undir umræddan samning að þeir væru að henda Ævistarfi Friðriks Jessonar inn í lokaða geymslu og steinasafni Sveins Guðmundssonar með og afsala bænum yfirráðum yfir nýja safninu. Hverjir sáu um þennan samning við Sea Life? Fagna þeir ákvörðun bæjarráðs við að finna ævistarfi þeirra Friðriks og Sveins samastað? Þetta er merkilegt safn og má ekki týnast í kössum hingað og þangað. Það er óvitlaus hugmynd að bygging Sagnheima verði kláruð og restin af Sæheimum Fái samastað þar. Er viss um að aðsókn að Sagnheimum mundi stóraukast. Á meðan mætti halda Sæheimum við heiðarveg opnum fólki til gleði og ánægju. Fróðlegt væri að fá upplýst hvað af sæheimum fór til Sea Life. Skrifaði sú arma sveit sem lengst af réði hér för undir hvað sem er til að fá útlendingahersveit á skerið og sýndu um leið frumherjunum og Eyjamönnum öllum vanvirðingu.

Oddur