Héðinn Svavarsson sonur hjónanna Svavars og Elleyjar sem áttu og ráku í mörg ár verslunina Brimnes er hluti af lagahöfundateyminu Two Spirits Music ásamt Ólafi H. Harðarsyni.

“Nú eru liðin tæplega 30 ár frá því að ég flutti frá Eyjum. En eins og margir brottfluttir þekkja þá leitar hugurinn reglulega heim til Eyja. Á vordögum síðastliðnum samdi ég lag við texta vinar míns Ólafs H. Harðarsonar. Lagið heitir, Svo birti aftur til,” sagði Héðinn

Lagiðfjallar um gosnóttina örlagaríku. Atburðarás næturinnar er líst ásamt þeirri von og trú fólksins að endurheimta samfélag sitt að nýju. “það má lika segja að textinn fjalli almennt um vonir og ástir í brjósti sérhvers manns. Þessi lagasmíð mín er smá þakklætisvottur til æskustöðvanna og ekki síst fólksins sem sneri aftur og reisti við samfélagið i Eyjum eftir gos,” sagð Héðinn.

Two Spirits Music er lagahöfundateymi sem varð til fyrir um hálfu ári síðan og hefur samið yfir 20 lög.

“Ég hef í gegnum árin samið nokkur hundruð texta og á mikinn lager og Héðinn alla tíð verið að glamra á hljóðfæri. Þannig þarna var eitthvað sem átti að gerast. Við erum semsagt tveir, ég sem textahöfundur (útgefandi) og Héðinn Svavarsson lagahöfundur (útgefandi), sem myndum: Two Spirits Music. Við fengum í lið með okkur frábæran fagmann til að útsetja Snorri Snorrason og frábæra söngkonu Jóna Alla Axelsdóttir,” segir Ólafur

Texti: Ólafur Heiðar Harðarson
Lag: Héðinn Svavarsson
Söngur: Jóna Alla
Útsetning: Snorri Snorrason
Gítar: Pétur Valgarð Pétursson

Lagið má hlýða á í spilaranum hér að ofan og er aðgengilegt á streymisveitunni Spotify og má nálgast hér að neðan.