Ársfundur Hugverkaráðs SI fór fram í vikunni. Tryggvi Hjaltason hjá CCP var endurkjörinn formaður ráðsins og nýir fulltrúar voru skipaðir í ráðið.

Í nýju Hugverkaráð SI eru Guðmundur Óskarsson hjá My TweetAlerts, Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá Tvíeyki, Hilmar Veigar Pétursson hjá CCP, Jóhann Þór Jónsson hjá Advania, Kristinn Aspelund hjá Ankeri,  Kristinn Þórðarsson hjá Truenorth, Margrét Júlía Sigurðardóttir hjá Mussila, Reynir Scheving hjá Zymetech, Sigurður Hannesson hjá SI, Sigríður Mogensen hjá SI, Soffía Kristín Þórðardóttir hjá Origo, Tatjana Latinovic hjá Össuri, Tryggvi Hjaltason hjá CCP og Valgerður H. Skúladóttir hjá Sensa.

Hugverkaráð Samtaka iðnaðarins var upphaflega sett á laggirnar í mars 2016. Hlutverk ráðsins felst aðallega í því að styrkja þau málefni sem eru sameiginleg fyrirtækjum sem starfa á alþjóðamörkuðum og byggja afurðir sínar og þjónustu á tækni og hugverki. Markmiðið er að efla samkeppnishæfni hugverka- og tæknifyrirtækja á Íslandi.

 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Reynir Scheving hjá Zymetech, Jóhann Þór Jónsson hjá Advania, Tatjana Latinovic hjá Össuri, Kristinn Aspelund hjá Ankeri, Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá Tvíeyki, Tryggvi Hjaltason hjá CCP, Edda Björk Ragnarsdóttir hjá SI, Kristinn Þórðarsson hjá Truenorth og Sigríður Mogensen hjá SI.