Loksins er búið að rífa „Sunhouse“ húsið á Smáragötu sem eyðilagðist í ofsaveðri í desember árið 2015. Nokkur deila hefur staðið á milli eigenda húsins og tryggingafélagsins um húsi að lokum var ákveðið að rífa það.

Telja má líklegt að félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja kætist nokkuð við þessi tíðindi. En það hefur varla gengið yfir það stórviðrið síðustu ár að Björgunarfélagið hefur ekki verið ræst út til að bjarga eða redda einhverju í þessu húsi.

Í mikilli húsnæðiseklu strax eftir eldgosið 1974 voru flutt níu hús af þessari gerð, og flest voru tilbúin 1975. Um einingahús var að ræða, fimm voru reist við Smáragötu, tvö við Brimhólabraut eitt við Bröttugötu og eitt við Herjólfsgötu. Sex standa eftir í dag.