Birkir Hlynsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari m.fl. kvenna og mun vera Andra Ólafs til halds og trausts. Birkir er að ná sér í þjálfararéttindi hjá KSÍ en hefur áður þjálfað KFS. Saman munu þeir einnig þjálfa 3. flokk karla.

Birkir er hárskeri, trillusjómaður og lífskúnstner og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til ÍBV!
ibvsport.is greindi frá