Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var til umræðu Liður 8, Heimaklettur. Raforkustöð í fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs. Fulltrúar D-lista bátu upp eftirfarandi tillögu “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því sem kemur fram í bókun meirihluta
ráðsins þar sem segir að umhverfis- og skipulagsráð leggi það til við Isavia að
farið verði í þá framkvæmd að leggja frekar rafmagnskapal í stað þess að koma
fyrir raforkustöð á Heimakletti. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja því til að
heimild umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. september síðastliðnum þar sem
ISAVIA var veitt framkvæmdaleyfi á toppi Heimakletts til að koma fyrir raforkustöð
verði afturkölluð. Sé það sannur vilji meirihluta H- og E-lista að lagður verði
rafmagnskapall sem er mun minna sjónrænt inngrip í náttúru Heimakletts ólíkt
byggingu sólarorkustöðvar er slík afturköllun eðlileg enda er framkvæmdin háð
skipulagsvaldi Vestmannaeyjabæjar en ekki geðþótta ríkisstofnunar.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum Dlista.”