Á fundi bæjarráðs í gær fór fram umræða um fyrirhugaðar breytingar á sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri greindi frá fundi sem hún átti með dómsmálaráðherra þann 4. nóvember sl., um skipulag sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum.

Niðurstaða málsins var eftirfarandi

Miklvægt er að sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum verði styrkt, embætti sýslumannsins auglýst, ný verkefni verði fundin og opinber störf þar tryggð og fjölgað samhliða nýjum verkefnum. Þá er það ávallt krafa bæjarráðs að í Vestmannaeyjum verði áfram starfandi dómþing.