Sigurður VE kom með Heimaey VE í togi til hafnar í Vestmannaeyjum um átta leitið í morgun. Eins og áður hefur verið greint frá kom upp bilun í Heimaey VE þar sem skipið var statt á veiðum austur í smugu. Viðgerð er þegar hafin og má búast við að henni ljúki á nokkrum dögum. Að sögn Eyþórs Harðarsonar útgerðarstjóra hjá Ísfélaginu liggur nokkuð ljóst fyrir hvað hafi gerst og ætti ekki að taka langan tíma að laga það. Óskar Pétur var að sjálfsögðu mættur á bryggjuna og tók þessar myndir.