Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag þar fór meðal annars fram umræða um samgöngumál þar kemur fram. “Bæjarráð ræddi nýjan samning við Björgun um dýpkun Landaeyjahafnar. Samkvæmt samningnum verður dýpkun haldið áfram óslitið út janúar og dýpkunarskipið og áhöfn staðsett í Vestmannaeyjum. Í mars verður svo dýpkað eftir gamla samningnum, með einni veigamikilli breytingu, þ.e. leitast verður við að fá aðila með öflugri og afkastameiri tækjakost en Björgun hefur yfir að ráða. Það má því gera ráð fyrir að það taki skemmri tíma að opna höfnina aftur, komi til þess að hún lokist í vetur vegna sandburðar.”

Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi:

“Bæjarráð fagnar nýjum samningi Vegagerðarinnar um dýpkun í vetur og ráðstafanir til að fá afkastamikla aðila til að halda áfram dýpkun í vor.”