Ólafur F Magnússon sendi frá sér nýtt jólalag fyrir jólin, lagið ber nafnið Ljós. Lagið er sungið af Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur, sem er einmitt alin upp á Sólvangi, en lagið er eftir Ólaf Magnússon “frá Sólvangi,” eins og afi hans og alnafni var gjarnan kallaður.

“Lag og ljóð er eftir mig og kom hratt og örugglega til mín í skammdegismyrkrinu nú í desember. Guðlaug syngur lagið firnavel, að mér finnst. Vilhjálmur Guðjónsson, tónmeistari minn (ásamt Gunnari þórðarsyni), sér um útsetningu, hljóðfæraleik og hljóðritun. Friðrik Grétarsson annast kvikmyndatöku og klippingu,” sagði Ólafur í samtali við Eyjafréttir.