Allt íþróttastarf í landinu liggur niðri vegna Covid-19 en það er ekki þar með sagt að íþróttafólk liggi með tærnar upp í loft. Heimaæfingar eru mikið stundaðar hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Leikmenn meistaraflokkanna ÍBV í fótbolta leggja sitt af mörkum og eru með tækniáskoranir til yngri flokka félagsins. Foreldrar og iðkendur eru hvattir til að reyna við þessar áskoranir og deila með öðrum.