Forgangsmál Flokks fólksins
13. ágúst, 2021

Þar sem undirritaður hefur ákveðið að taka sæti á framboðslista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, er rétt að kynna fyrir kjósendum forgangsmál flokksins.

Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna!

Nýtt almannatryggingakerfi og afnám skerðinga!

  • Lágmarksframfærsla verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust.
  • Við munum koma á nýju almannatryggingakerfi, sem tryggir lágmarksframfærslu.  Komum í veg fyrir að óskiljanlegar og víxlverkandi skerðingarreglur læsi fólk í fátæktargildru.
  • Við munum hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr. 
  • Við ætlum að leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna.
  • Við ætlum að heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. 
  • Við hvetjum einstaklinginn til sjálfsbjargar og munum aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir.
  • Við munum löggilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Við munum aldrei skattleggja fátækt!

  • Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa
  • Skattleysismörk verði hækkuð í 350.000 kr. á mánuði.

Við munum verja heimilin!

  • Við ætlum að afnema verðtryggingu húsnæðislána.
  • Við viljum að almenningi verði heimilt að endurfjármagna verðtryggð lán með óverðtryggðum lánum án þess að undirgangast lánshæfis- og greiðslumat.
  • Við ætlum að afnema með öllu himinhá uppgreiðslugjöld á lánasamningum sem Íbúðalánasjóður gerði á sínum tíma.
  • Við munum berjast gegn húsnæðiskorti með því að skapa hvata til aukinnar uppbyggingar á nýju húsnæði. Verð íbúðalóða skal miða við raunkostnað, en ekki duttlunga markaðarins.

Kvótann aftur heim og fullt verð fyrir aðgang að sjávarauðlindinni!

  • Við viljum nýja nýtingarstefnu fiskimiðanna þar sem auðlindirnar okkar eru sameign þjóðarinnar en ekki einkaeign fárra útvalinna sægreifa eins og nú háttar til.  
  • Við munum beita okkur fyrir því að íbúar sjávarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin víðs vegar um land 
  • Við ætlum að stórefla strandveiðar og gera handfæraveiðar frjálsar.
  • Við krefjumst þess að þjóðin fái fullt verð fyrir sameiginlegan aðgang að auðlindum hennar. 
  • Við styðjum lögfestingu ákvæðis um þjóðareign á auðlindum í stjórnaskrá.

Við munum tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld!

  • Við munum tryggja öldruðum búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
  • Við munum berjast fyrir því að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti.
  • Við ætlum að afnema vasapeninga-fyrirkomulagið.
  • Við ætlum að leiðrétta samansafnaða kjaragliðnun örorku- og ellilífeyrisþega. 
  • Við munum tryggja aukið lýðræði og gegnsæi í lífeyrissjóðum.
  • Við munum tryggja að lífeyrisréttindi erfist við andlát.

Við munum útrýma biðlistum! Einn sem bíður er einum of mikið!

  • Við munum tryggja fjármögnun heilbrigðiskerfisins að fullu.
  • Við munum útrýma öllum biðlistum eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 
  • Við munum tryggja að fólk, sem fæðist með lýti, fái læknisaðgerðir niðurgreiddar frá Sjúkratryggingum Íslands.
  • Við munum aldrei sætta okkur við að börn þurfi að bíða eftir brýnni læknishjálp. Slíkt er þjóðarskömm.

Við viljum að Ísland axli ábyrgð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, án þess að aðgerðir í þágu umhverfisverndar bitni á almenningi!

  • Við munum beita okkur gegn grænum sköttum sem auka misskiptingu og fátækt. Þeir greiði mest sem menga mest.
  • Við viljum nýta hreinar orkulindir landsins af skynsemi svo draga megi úr mengun, samhliða náttúruvernd.
  • Við styðjum ekki takmarkanir á ferðafrelsi almennings innanlands til að njóta eigin náttúru. Hálendið er unaðsreitur sem má ekki stofnanavæða í formi þjóðgarðs með tilheyrandi ráðherraræði á kostnað almannaréttar. Það hafa ekki allir efni á utanlandsferðum.

Við munum fjármagna kosningaloforðin!

  • Við munum afnema undanþágu lífeyrissjóða til að halda eftir staðgreiðslu skatta við innborgun í sjóðina.  Þannig mun staðgreiðslan tekin strax við innborgun en ekki þegar greitt er út úr sjóðunum eins og nú er.  Þessi breyting mun skila ríkissjóði tugum milljarða króna árlega í auknar tekjur án þess að skerða lífeyrisréttindi fólksins.
  • Við ætlum að færa persónuafsláttinn frá þeim ríku til hinna efnaminni. Það er sanngjarnt, réttlátt og eðlilegt.
  • Fullt verð verði innheimt fyrir aðgang að sjávarauðlindinni. 
  • Við munum innleiða bankaskattinn á ný.
  • Við munum hreinsa til í kerfinu og draga úr hvers konar óþarfa útgjöldum ríkissjóðs.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
1. maí blað Drífanda
1. maí blað Drífanda

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst