Stofnun fiskeldis á landi í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í dag. Vestmannaeyjabær og Sjálfbært fiskeldi í Vestmannaeyjum ehf. hafa gert með sér samkomulag um uppbyggingu og starfrækslu fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey. Umræddir aðilar höfðu áður samþykkt viljayfirlýsingu. Bæjarráð fagnar frumkvæði forráðamanna um uppbyggingu fiskeldis á landi þar sem megináhersla er lögð á sjálfbærni, nýjungar og nýtingu. Bæjarrað felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.