Greint var frá því á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið að þann 22. júní sl., áttu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja fund. Þar kom m.a. til umræðu gagnkvæmur áhugi á að skipuleggja viðburði í tilefni þeirra tímamóta að árið 2023 verða 50 og 60 ár liðin frá eldgosunum á Heimaey og í Surtsey.