Í minni fjölskyldu eru fimm uppkomin börn. Barn er alltaf barnið þitt, þó það fullorðnist. Eitt af því sem ég hef átt erfiðast með í seinni tíð varðandi áhyggjur af mínum börnum, eru ferðalög þeirra milli Eyja og höfuðborgarinnar.
Þessi akstur um umferðarþungann og þröngan Suðurlandsveginn oft í slæmum skilyrðum veldur mér ónotum. Ég viðurkenni það fúslega, mér finnst þetta ekki öruggt. Kannski er þetta aldurinn! Svo gæti þetta líka verið umhugsunarefni?
Það voru því gleðitíðindi fyrir mig þegar Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra samgöngumála, lagði fyrir nokkru fram þá hugmynd að fara í umtalsverðar, nauðsynlegar og hraðar bætur á vegakerfinu. Sú hugmynd grundvallaðist á því að kostnaður við þessi fjárfreku verkefni yrði endurgreiddur af notendum, með veggjöldum.
Ég fagnaði þessum hugmyndum. Þetta myndi auka öryggi í umferðinni. Tryggja greiðari samgöngur og ég hélt að sveitarfélög á Suðurlandi myndu stökkva á vagninn og þrýsta á framkvæmdir. En mér varð ekki að ósk minni. Mjög hávær mótmæli hrökktu ráðherrann frá málinu. Þetta er landsbyggðarskattur hrópuðu margir, óréttlátir tollar sögðu aðrir og nokkrir urðu sjóveikir.
En hver er staðan núna? Hvenær upplifum við öruggari samgöngur á Suðurlandsvegi, hvenær verður tvöföldun Suðurlandsvegar staðreynd? Erum við reiðubúin að flýta verkinu og greiða eitthvað fyrir öryggi okkar og afkomenda okkar, og eflingu þeirra samfélaga sem við lifum í? Hverjir eru að vinna í þessu í dag? Hvar eru hugmyndir þeirra sem hrópuðu sem hæst gegn lausninni?
Ég held að það sé ekkert að gerast og ekki stendur ríkisjóður betur eftir heimsfaraldurinn!
Mér finnst landsbyggðin stundum bíta sig í hælana!
Páll Scheving




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.