Eyjar.net og Vestmannaeyjar – mannlíf og saga munu gera komandi sveitarstjórnarkosningum góð skil.
Vestmannaeyjar – mannlíf og saga mun ræða við forystumenn allra framboða sem bjóða fram í Eyjum. Rætt verður um stefnumálin, yfirstandandi kjörtímabil og ýmislegt fleira.
Alma Eðvaldsdóttir ræðir við frambjóðendur. Eflaust eru margar spurningar sem brenna á bæjarbúum í aðdraganda kosninga og því gefst kjósendum færi á að senda inn spurningar til frambjóðenda og verður reynt að koma þeim flestum að.
Hægt er að senda spurningar á netfangið Eyjar2022@gmail.com.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst