Það verður sungið af lífi og sál í Höllinni í kvöld þar sem Karlakór Vestmannaeyja heldur árlega vortónleika sem þeir kalla Út í veður og vind. Hefjast þeir klukkan 20.00 og húsið opnar kl. 19.30. Forsala aðgöngumiða fer fram á Tix.is en einnig er hægt að kaupa miða við innganginn.

Það mun örugglega kenna ýmissa grasa á tónleikum kvöldsins. Stjórnandi kórsins er Þórhallur Barðason og undirleikari Kitty Kovács. Bæði mikið tónlistarfólk sem hafa sett svip sinn á menningarlíf Eyjanna síðustu ár.

Tónleikarnir hefjast á nokkrum karlakóra slögurum. Þá stígur á svið hljómsveit kvöldsins skipuð þeim Birgi Nielsen á trommur, Þórir Geirsson á bassa, Þórir Ólafsson á hljómborð og Magnús R. Einarsson á gítar.

Kynnir kvöldsins verður Ágúst Halldórsson.