Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann fyrir skömmu sem hafði slasast eftir fall í Stafsnesi. Frá þessu er greint á mbl.is sem hefur eftir logreglunni í Vestmannaeyjum að fallið hafi verið 30 metrar niður skriðu.  Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út og sendi það bát og menn á staðinn.

Aðstæður reyndust erfiðar og fór sigmaður úr þyrlunni á eft­ir mann­in­um og þar sem gert var að sárum hans. Maðurinn er slasaður á út­lim­um og með blæðingu á höfði en með meðvit­und og líðan hans stöðug. að því er kemur fram í frétt mbl.is.