Áhöfnin sem sigldi Herjólfi III til Færeyja á sunnudaginn hefur nýtt tímann vel. Meðal annars skoðaði hún Sandeyjargöngin sem nú er verið að vinna við. Þau eru tæpir 11 kílómetrar að lengd og verða lengstu göngin í Færeyjum.

Eyjapeyinn Björn Sigþór Skúlason var leiðsögumaður þeirra í gegnum göngin. Þetta kemur fram á FB-síðu Helga Rasmussen Tórzhamar sem er einn þeirra sem sigldi skipinu út. Myndin er af síðunni.