„Moldavélin mallar reglulega og heldur áfram að semja,“ segir í nýútkomnu blaði Eyjafrétta um Eyjahljómsveitina Moldu sem hefur gert það gott undanfarið.

Þeir hafa sent frá sér eigin lög en nýlega fékk hljómsveitin að endurgera íslenskan slagara og færa hann í Moldubúning. Það er hinn sígildi slagari, Láttu mig vera með 200.000 Naglbítum. Kemur lagið á Spotify  á morgun, þann 24. júní.

Á myndinni eru Moldumenn, Helgi, Dúni, Albert og Símon Geir.