„Liðin tíu, sem skipa Bestu deild kvenna í fót­bolta árið 2022, notuðu 205 leik­menn í fyrstu tíu um­ferðum Íslands­móts­ins. Þar af fengu 170 leik­menn að spila einn eða fleiri leiki í byrj­un­arliði en 35 komu við sögu sem vara­menn í ein­um eða fleiri leikj­um,“ segir í skemmtilegri samantekt Víðis Sigurðssonar íþróttafréttamanns í Morgunblaðinu í dag. Helstu niðurstöður má sjá á mbl.is.

Þá segir: „Af þess­um 205 leik­mönn­um eru 77 upp­al­d­ir hjá viðkom­andi fé­lagi. Af þeim fengu 53 tæki­færi í byrj­un­arliði upp­eld­is­fé­lags­ins í fyrstu tíu um­ferðunum en 24 komu inn á sem vara­menn.

ÍBV hef­ur alið upp flesta leik­menn sem nú spila í deild­inni, 15 tals­ins. Tólf þeirra léku með liðinu í fyrstu tíu um­ferðunum, átta þeirra í byrj­un­arliði, og þá leika Eyja­kon­urn­ar Cl­ara Sig­urðardótt­ir með Breiðabliki, Elísa Viðars­dótt­ir með Val og Sól­ey Guðmunds­dótt­ir með Stjörn­unni.

All­ar tólf ís­lensku kon­urn­ar, sem hafa spilað með ÍBV á tíma­bil­inu, eru upp­al­d­ar hjá fé­lag­inu en hinar níu, sem hafa komið við sögu á tíma­bil­inu, koma er­lend­is frá.“

Grein­in í heild sinni er í Morg­un­blaðinu í dag og þar má sjá hvernig öll liðin í Bestu deild kvenna eru sam­sett og hvaðan þeirra leik­menn koma