Rík­h­arður Jón Stef­áns­son Zöega er með kröft­ugri mönn­um. Kokk­ur á Ber­gey VE, nú Bergi VE og ekki á því að hætta á næst­unni þrátt fyr­ir árin 63. Tvisvar fengið gula spjaldið og einu sinni var stutt í það rauða en var bjargað á hjarta­deild Land­spít­al­ans. Virk­ur í fé­lags­starfi, mál­ar og sinn­ir barna­börn­un­um í inni­ver­um, ein aðaldriffjöðrin í Sjó­mannadags­ráði, alltaf til­bú­inn að hjálpa og vinn­ur að því að koma upp minn­is­merki um drukknaða sjó­menn frá Eyj­um. Og eng­inn seg­ir held­ur nei þegar Rikki biður um pen­ing til að klára það sem hann er með á prjón­un­um.“ segir í viðtali sem má sjá í heild sinni inn á 200 mílum á mbl.is.

Rikki hefur víða látið til sín taka eins og kemur fram í viðtalinu og hann er hvergi hættur. Er ein helsta driffjöður Sjó­mannadags­ráðs Vest­manna­eyja. Er allt árið að spá í hvað megi gera til gera sjó­mannadags­hátíðina sem glæsi­leg­asta og læt­ur verk­in tala. „Ég byrjaði fyr­ir 20 árum. Við ger­um ým­is­legt til að létta okk­ur und­ir­bún­ing­inn. Vinn­um mest sjálf­ir og tekj­ur höf­um við af merkja­sölu og Sjó­mannadags­blaðinu sem er stór­glæsi­legt. Blaðinu er dreift frítt í öll hús í Eyj­um og ein­hver blöð fara upp á land. Allt unnið í sjálf­boðaliðsvinnu.“

Mynd: Rikki og Óðinn Guðmundsson, samherjar í sjómannadagsráði. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Sjá nánar á mbl.is