Guðjón Týr Sverrisson er Eyjapeyi á tólfta ári, elstur þriggja systkina. Guðjón Týr hefur
alltaf verið mjög skapandi og hefur hann frá 9 ára aldri búið til blásnar blekmyndir sem
hann mun hafa til sýnis og sölu á Goslokahátíðinni nú í ár.

Þetta er hans þriðja sýning og hlakkar hann mikið til að sjá sem flesta. Sýningin verður opin milli klukkan 16.00 og 18.00 í dag. Hún er í verslun Grétars Þórarinssonar að Heiðarvegi 6.