Bjartey Gylfadóttir opnar myndlistasýninguna Litróf lífs og náttúru á fimmtudagskvöldið 30. júní klukkan 20:00 í Safnaðarheimili Landakirkju. Sýningin byggir að mestu leyti á verkum sem unnin voru á árunum 2020-2022 og telur um 60 verk. Helsta viðfangsefni sýningarinnar er landslag Eyjanna, andlitsmyndir og nokkrar dýramyndir.  Þetta er sjötta einkasýning Bjarteyjar, en einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.

Bjartey er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og starfar sem myndlistarkennari í Grunnskóla Vestmannaeyja. Hún er menntaður kennari frá Háskólanum á Akureyri með myndlist sem sérgrein. Einnig hefur hún sótt mörg og fjölbreytt myndlistarnámskeið.

Þess má geta að Bjartey var útnefnd bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2013.

Sýningin sem verður opin dagana 30. júní til 3. júlí er sölusýning.

Bjartey býður alla hjartanlega velkomna og vonast til þess að sjá sem flesta.

Opnunartími sýningarinnar:

fimmtudagur 30. júní – opnun klukkan 20:00

föstudagur 1.  júlí – 14-18

laugardagur 2. júlí – 13-18

sunnudagur 3. júlí – 13-18

 

Myndir:

Bjartey og tvö af verkum hennar sem verða á sýningunni.