Í síðasta blaði er sagt frá því að Audrey Padgett, sem farið hefur fyrir hvalasetri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum frá komu mjaldranna, Litlu hvítar og Litlu gráar í júní 2019 sé á förum. Er hún ásamt Jana Sirova, sem er yfir starfsemi Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og á Bretlandi að leita að arftaka Audrey. Þetta kemur fram í viðtali við þær í Eyjafréttum í gær.

Þar auglýsir Vestmannaeyjabæjr eftir nýjum framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs bæjarins. Upplýsingar veita  Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Geirlaug Jóhannsdóttir og Þórdís Sif Arnarsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi.

Með umsókn skal fylgja menntunar- og starfsferilskrá.

Sjá nánar í Eyjafréttum.