Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. og er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. 20:45.
„Þeir farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum hafa verið færðir á milli hafna aðrir þurfa að hafa samband við afgreiðslu okkar til þess að láta færa ferð sína.
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skila eftir faratæki í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.
Þeir farþegar sem ætla sér að nota gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað. Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar á morgun og þar til annað verður tilkynnt samkvæmt áætlun,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi.