„Vegna ofsaveðurs hefur verið ákveðið að fella niður siglingar fyrri hluta dagsins. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi.Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá á veðrið að lægja þegar líða tekur á daginn. Við gefum út tilkynningu fyrir kl. 15:00 í dag hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn.

Ölduhæð við Landeyjahöfn er nú um fjórir metrar og fer hratt lækkandi þegar líður á daginn.