ÍBV hafði betur, 1:2 í leik á útivelli gegn Keflavík í Bestu deild kvenna sem var að ljúka rétt í þessu. Mörk ÍBV komu með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks. Ameera Hussen skoraði á 40. mínútu og  Viktorija Zaicikova á þeirri 41.

Góð baraátta hjá Eyjakonum og sigurinn verðskuldaður í leik sem Kári lék talsvert hlutverk.

Þegar ein umferð er eftir í deildinni eru ÍBV-konur í sjötta sæti með 26 stig. Síðasta umferð er á laugardaginn þar sem ÍBV fær Aftureldingu í heimsókn. Afturelding er með tólf stig og er fallin.

Mynd Sigfús Gunnar: ÍBV í leik gegn Blikakonum á Hásteinsvelli í sumar.