Tralli er kynlaus kvistur, einfaldur og sjálfumglatt hrekkjusvín og umfram allt reynir að ná sínu fram þó það sé oftast langsótt. Hann varð til á því herrans ári 2008. Hann á lítinn bróður sem heitir Halli og segir fátt eða alls ekki neitt og því hentar hann Tralla vel. Aðrir meðlimir fjölskyldu Tralla eru mestmegnis glæpamenn og ómenni. Tralli hefur sterkar skoðanir á nærumhverfinu og bara öllu sem hann hugsanlega getur skipt sér af. Hann íhugar t.d. forsetaframboð og sér sig einráðann. Hann telur upp sína titla í símaskránni, svo sem áhrifavaldur, auðjöfur, einvaldur, athafnamaður og stjarna.

Harpa Karlsdóttir fann upp á fígúrunni á hrunárinu góða 2008 og hefur hann verið að þróast síðan. Teikningarnar eru orðnar yfir 500 talsins af ýmsum toga og ádeilum. Tralli hefur haldið nokkrar sýningar síðan og gefið út bækur, og látið prenta á bolla og boli svo eitthvað sé nefnt.

Harpa er mikill listteiknari og húmoristi og hefur Tralla langað lengi að koma til Vestmannaeyja. Hann frétti af Lundaballinu með öllum pysjunum og peyjunum og er nú á leið til Eyja með 36 myndir til sýninga og þar af eru nokkrar sérgerðar til að kæta Eyjafólk.  Eins og staðan er er hann að vinna í að fá vegabréfsáritun til Eyja.

Sýningin verður í Cracious krónni við Skipasand frá 14 til 17 Laugardaginn 1. Október n.k. Léttar veitingar í boði.

Harpa og Selma