Þór, nýtt björgunarskip Björgunarfélags Vestmannaeyja er væntanlegt til Vestmannaeyja á morgun, laugardag og verður til sýnis á sunnudaginn. Áætlað er að Þór leggist að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 14:10. Í framhaldinu verður stutt athöfn þar sem skipið fær blessun og því gefið formlega nafn. Þessi athöfn er fyrir félagsmenn Björgunarfélagsins og boðsgesti.

Almenningi gefst kostur á að skoða hið nýja og glæsilega björgunarskip á sunnudaginn milli klukkan 12.00 og 18.00. „Við hlökkum mikið til að geta sýnt ykkur skipið og bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin en hvetjum ykkur til að fara varlega á bryggjunni.

Góða helgi og sjáumst á sunnudag!“ segir í fréttatilkynningu frá BV.