Jólablaði Fylkis 2022 var dreift í hús innanbæjar um helgina 16.-18. desember og sent til fólks víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 40 bls. sem er sama stærð og 2021 og eru þetta stærstu og efnismestu jólablöðin í 73 ára sögu Fylkis.

Meðal efnis í blaðinu er Jólahugvekja Guðrúnar Hafsteinsdóttur, alþm., Hugvekja sr. Karls Sigurbjörnssonar biskups um árin í Eyjum, viðtal Gísla Pálssonar frá Bólstað við Óskar í Höfðanum, grein Ívars Atlasonar um Gjábakka og Gjábakkafólkið, grein Gísla Stefánssonar um 90 ára afmæli Sjálfstæðisfélags Vm., ítarlegt viðtal Helga Bernódussonar við Guðlaugu Runólfsdóttur, greinar Andreu Þormar og Helga Bernódussonar um Gunnar Ólafsson á Tanganum, fjölskyldu og atvinnurekstur, viðtal Ómars Garðarssonar við Hörð Baldvinsson og grein Helga í Borgarhól um Þorstein Jónsson bónda og alþm. í Nýjabæ og legstein hans. Loks Þátturinn Látnir kvaddir um fólk sem búið hefur í Eyjum í lengri eða skemmri tíma á lífsleiðinni og látist hefur á árinu.

Jólablað Fylkis er komið á eyjafrettir.is og verður þar út janúar 2023. Uppsetning blaðsins var í höndum Sæþórs Vídó Þorbjarnarsonar í Leturstofunni og prentvinnsla hjá Landsprent . Ritstjóri Jólablaðs Fylkis er Arnar Sigurmundsson og ábm. er Eyþór Harðarson.
Rafræna útgáfu má nálgast hér.