Fótbolti.is greinir frá því að Eyjamaðurinn og fyrrum leikmaður ÍBV í knattspyrnu, Ingi Sigurðsson sé að íhuga framboð til formanns KSÍ. Eins og komið hefur fram býður Vanda Sigurgeirsdóttir sig ekki fram til áframhaldandi formennsku á ársþingi KSÍ sem haldið verður þann 24. febrúar.

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, og Þorvaldur Örlygsson hafa staðfest framboð.
Framboðsfrestur rennur út 10. febrúar og samkvæmt heimildum Fótbolti.net er líklegt að  Ingi blandi sér í slaginn og verði þriðji frambjóðandinn.

Mynd: Ingi hefur mikla reynslu í störfum fyrir knattspyrnuna, bæði í Vestmannaeyjum og sem stjórnarmaður KSÍ. Hér er hann með Jóhannesi Ólafssyni fyrrum formanni knattspyrnudeildar ÍBV og stjórnarmanni KSÍ.