Samkvæmt heimasíðu HS Veitna hf. Er félagið í 50,10% eigu Reykjanesbæjar að nafnvirði 363.124.800 króna. HSV eignarhaldsfélag slhf. á 49,8% hlut að nafnvirði 360.950.400 króna og aðrir minna.
Sjö sitja í stjórn og formaður er framsóknarþingmaðurinn Jóhann Friðrik Jóhannsson. Er hann þingmaður í Suðurkjördæmi og samflokksmaður Sigurðar Inga, ráðherra sem ekki komst á samgöngufundinn í Eyjum í gær. Er hann fulltrúi Reykjanesbæjar. Varaformaður er Heiðar Guðjónsson, fulltrúi HSV eignarhaldsfélags.

Eyjafréttir hafa sent fyrirspurn til HS Veitna um hagnað af rekstri vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum og fækkun starfsfólks frá árinu 2002. Einnig höfum við sent fyrirspurn á Jóhann Friðrik: Hverra hagsmuna hann gæti í þessu máli?