Eyjamaðurinn Ingi Sigurðsson er aftur kominn í stjórn KSÍ eftir glæsilega kosningu á ársþingi sambandsins í dag þar sem Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður.

Sjö manns buðu sig fram í fjögur laus sæti í stjórn KSÍ og var Ingi einn þeirra. Sá sem flest atkvæði hlaut fékk 114 og kom Ingi á hæla hans með 100 atkvæði.

Eyjamaðurinn Trausti Hjaltason, fulltrúi Suðurlands var sjálfkjörinn til áframhaldandi setu í stjórn ásamt fulltrúum hinna fjórðunganna. Eru þau kosin til tveggja ára.

Myndir: Jóhannes Ólafsson, sem lengi sat í stjórn KSÍ og Ingi Sigurðsson sem er mættur eftir nokkurra ára hlé.

Trausti Hjaltason, fulltrúi Suðurlands í stjórn KSÍ.