Þessari söfnun er hrint af stað fyrir Hermann Inga Hermannsson sem fékk heilablóðfall í janúar sl. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í Elche á Spáni.
Viku eftir heilablóðfallið fór hann í hjartastopp og var færður á bráðadeild og síðan á gjörgæslu þar sem hann dvaldi í tvær erfiðar vikur. Honum var haldið sofandi í öndunarvél og var ástand hans krítískt. Eftir hetjulega baráttu komst hann úr lífshættu og liggur nú á taugadeild spítalans. Þaðan mun hann svo útskrifast innan skamms og við tekur endurhæfing heima á Íslandi.
Þar sem Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki fyrir sjúkraflug til landsins þurfa Hermann Ingi, kona hans og börn þeirra að standa straum af þeim kostnaði sem er 6 til 8 miljónir.
Því hefur fjölskyldan stofnað söfnunarreikning og leitar nú til vina og vandamanna og allra þeirra sem geta lagt hönd á plóginn, svo bataferli Hermanns Inga geti haldið ótruflað áfram. Margt smátt gerir eitt stórt.
Við þökkum fyrirfram af öllu hjarta fyrir þitt framlag ❤️
Styrktarreikningur: 0123-26-077012
Kennitala: 050556-4849