Samræmt skóladagatal leik-, grunnskóla og frístundavers 2024-2025 lagt fram til staðfestingar á síðasta fundi fræðsluráðs. Kennsludagar í grunnskólanum eru 180 og skólasetning verður 23. ágúst.

Kjarasamningsbundnir starfsdagar kennara eru 13 þar af 8 utan starfstíma skóla. Vetrarleyfi verður 21.-24. október. Starfsdagar leikskólanna verða: Víkin verður lokuð 15. ágúst vegna starfsdags og Kirkjugerði og Sóli 22. ágúst vegna starfsdags. Þá verða leikskólarnir lokaðir 11. október, 2. janúar, 3. februar og 22. apríl vegna starfsdaga

Skert þjónusta verður í leikskólunum dagana 27. og 30. desember þar sem ekki verður um skipulagt skólastarf að ræða heldur vistun fyrir þá sem sækja um það sérstaklega. Leikskólagjöld fyrir umrædda daga eru felld niður hjá þeim sem þá ekki nýta.

Jafnframt eru leikskólagjöld felld niður í dymbilviku hjá þeim sem skrá leikskólabörn sín í frí þá daga. Frístundaverið verður opið alla virka daga ársins skv. dagatali 12:30-16:30. Heilsdagsdagar eru 15.-21. ágúst, 2. október, 11. október, 21.-24.október, 20. desember, 3.janúar, 3.-4. febrúar, 14.-16. mars, 4.- 5. júní og 10.- 11. júní.

Mynd – Skólaslit Grunnskólans á síðasta ári.